Upplýsingur um starfsemi

Upplýsingur um starfsemi
Ráðgjafar í reykbindindi á árinu 2005
Starfsmenn: Á árinu störfuðu í upphafi sex ráðgjafar við þjónustuna, en í lok ársins kom fyrrum ráðgjafi aftur til starfa eftir Danmerkurdvöl. Af þeim sjö ráðgjöfum sem starfa við þjónustuna er fimm sem hafa verið starfandi frá upphafi. Endurmenntun / námskeið / ráðstefnur: Fagfundir voru fjórir á árinu og stjórnarfundir voru fjórir. 2. – 5. mars fóru tveir ráðgjafar námskeið um meðferð til reykleysis á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Allir ráðgjafar sóttu tveggja daga námskeið í “hvetjandi samtalstækni” (Motivational interviewing) sem Dr. Ásgeir R. Helgason hafði umsjón með. Að auki fór einn fulltrúi á fund í Budapest og tveir fulltrúar á training seminar á Kýpur í boði Evrópuráðs reyksíma (European Network of Quitlines). Skráning / upplýsingasöfnun: Skráningin fer ennþá fram á pappír, en áfram hefur verið unnið markvisst að undirbúningi fyrir rafræna skráningu. Skráningin hefur orðið markvissari og meiri, en alltaf má bæta. Eyðublaðið sem notað er við skráningu var endurbætt og einfaldað til hagræðingar fyrir ráðgjafa. Þeim sem hringja inn er boðin meðferð sem felst í eftirfylgd með endurhringingum með vissu millibili í heilt ár. Yfirleitt fylgir hver ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir með endurhringingum. Meðferð: Áherslur í meðferðinni eru þær sömu og verið hefur. En alla tíð hefur verið lögð áhersla á einstaklingsmiðaða meðferð og lögð rík áhersla á hvatningu, sjálfsstyrkingu og almenna heilbrigðisfræðslu, ásamt faglegri leiðsögn til reykleysis. Í kjölfar námskeiðs Dr. Ásgeirs Helgasonar um “hvetjandi samtalstækni” fóru ráðgjafar að tileikna sér þessa tækni í meðferð sinni. En ljóst er að mun meiri þjálfun þarf á þessu sviði. En til þess að geta notað þessa tækni betur þarf markvissa og mikla þjálfun frá sérfræðingi. Ekki hefur verið til fjármagn til að fylgja þessu eftir í bili. Svo má nefna að þó nokkur fjöldi skjólstæðinga fá senda bæklinga og fræðsluefni án endurgjalds. Auglýsingar: Vitað er að auglýsingar hafa áhrif á innhringingar í númerið. Númer reyksímans á að vera á 14. hverjum sígarettupakka. Ekki er vitað hvort pakkarnir með númerinu dreifast jafnt yfir árið eða hvort þeir koma í sölu í slumpum. Ráðgjafar segjast finna mun milli tímabila hvort fólk hefur séð númerið á pakkanum eða annars staðar. Á árinu þá voru tvær auglýsingaherferðir í samstarfi við Lýðheilsustöð, annars vegar á reyklausa daginn 31. maí, þar sem auglýst var í fjölmiðlum og tekin voru viðtöl við ráðgjafa í útvarpi. Einnig birtust greinar í Mogganum til að vekja athygli á deginum. Þann dag var ákveðið að bjóða upp á aukinn opnunartíma í tilefni dagsins, frá kl. 10-22 og var þetta nokkuð auglýst. Gekk þetta dæmalaust vel og var töluvert hringt þennan dag. Í öðru lagi fór Lýðheilsustöð af stað með auglýsingaherferð um sumarið, júlí-ágúst. Var þá lögð áhersla á jákvæðar auglýsingar og bent á reyksímann sem úrlausn. Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Þegar skoðuð eru samtöl á árinu, sögðust flestir hafa séð númerið á sígarettupakkanum eða 28% en í fyrra voru það 35%, 20% sögðust hafa séð númerið í Zyban-bæklingnum, sem er aðeins minna en í fyrra (24%), um 16% sögðust hafa fengið upplýsingar um númerið eftir að hafa horft á auglýsingar í sjónvarpi, heyrt um númerið í útvarpinu eða séð auglýsingu blaði, sem er mun meira en í fyrra (5%), Hvar fékk viðk. uppl. um þjónustuna
(samanburður milli ára)
sem skýrist af auglýsingaherferð Lýðheilsustöðvar; ennþá eykst að 120heilbrigðisstarfsmenn vísi á þjónustuna en 15% einstaklinga var vísað á númerið af heilbrigðisstarfsfólki sem er aukning frá því í fyrra (11%); 8% höfðu hringt áður og Hvar fékk viðkomandi upplýsingar um
þjónustuna?
Hvar fékk viðkomandi uppl. um þjónustuna -
karlar og konur 2005
kynjanna. Fleiri konur hringja eftir að hafa séð númerið á bæklingi Zybans og konur virðast líka fleiri taka eftir 35 hringja eftir að hafa séð númerið á 15 Innhringingar í númerið: Samkvæmt tölum frá Innhringingar í 8006030 árið 2005
símanum var hringt i 800-6030
(skýrsla frá Símanum)
Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Innhringingar í 8006030 2003-2005
(skýrslur frá Símanum)
Fjöldi innhringinga í 8006030
skv. skýrslum frá símanum
2004 og 2005
Fjöldi innhringinga á dag í Maí 2005
maí. Lýðheilsustöð og Reyksíminn 55 þess sem opnunartíminn var lengdur 2015 Eins má sjá aukningu í innhringingum á meðan á auglýsingaherferð Lýðheilsustöðvar stóð í júlí-ágúst. Fjöldi innhringinga á dag í Júlí 2005
Fjöldi innhringinga á dag í Ágúst 2005
Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Fjöldi símtala:
Heildarfjöldi símtala er í ár 581. Innhringingar voru 267 og endurhringingar voru
314. Miðað við árið 2004 þá eru tölurnar svipaðar og í fyrra. Alls voru 105
einstaklingar í sérstakri meðferð, þ.e. fylgt eftir með endurhringingum. Auk þess
sendum við 132 einstaklingum fræðsluefni til skoðunar.
Fjöldi samtala pr. mánuð 2005 (fyrir utan endurhringingar)
Sjá má að flestar hringingar eru í maí, ágúst og svo janúar en fæstar eru í apríl, Fjöldi samtala pr. mánuð (fyrir utan endurhringingar).
Samanburður milli ára.
Innhringingar og endurhringingar 2005
Eins og sjá má þá eru endurhringingarnar stór hluti af starfi ráðgjafa. Fjöldi endurhringinga,
Fjöldi samtala fyrir utan
samanburður milli ára.
endurhringingar:
Samanburður milli ára
Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Eins og áður eru það fleiri konur en karlar sem nýta sér þjónustuna. Samanburður á milli ára - karlar og konur
Kynjaskipting: 2005
Sama hlutfall er á milli kynjanna, þegar skoðað er kynjahlutfall þeirra sem þiggja Fjöldi einstaklinga í endurhringingum 2005:
Hlutfall karla og kvenna sem
þiggja endurhringingar; 2005
Helmingur þeirra sem hringja í þjónustuna eru á aldrinum 30 til 60 ára; 12% 30-39 ára, 15% 40-49 ára og 20% 50-59 ára. En því miður er enn stór hluti ekki aldursgreindur og skekkir það Aldursdreifingin allir: 2005
Aldursdreifingin
samanburður milli karla og kvenna: 2005
Aldursgreining - samanburður milli ára
Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Eins og áður eru flest símtölin eru á bilinu 10-20 mínútur eða 52%, 22% eru 5-10 mín og 7% eru 20-30 mínútur. Þannig af þessu má sjá að þetta eru yfirleitt frekar löng símtöl. Lengd símtals - samanburður milli karla og kvenna:
Stig reykbindindis: 2005
Flestir sem hringja í þjónustuna eru á stigi II, sem þýðir að þeir ætli sér að hætta að reykja innan 4-5 vikna, eða 54%, 23% Stig II: Ætlar að hættainnan 4-5 vikna Stig reykbindindis - samanburður á konum og körlum
Kostnaður: Kostnaður fyrir árið 2005 er kr. 3.920.000. Þar innifalið er launakostnaður, símakostnaður, prentkostnaður, ferðakostnaður ráðgjafa, námskeiðskostnaður og kostnaður vegna faglegrar ráðgjafar. Á móti komu styrkir frá Lýðheilsustöð og lyfjafyrirtækjum; kr. 3.180.000. Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Sérstök verkefni: Auk þess að svara innhringingum og sinna endurhringingum hafa ráðgjafar svarað fyrirspurnum varðandi reykleysismeðferð á Doktor.is, en minna hefur verið um það en á fyrri árum. Á árinu hefur Reyksíminn verið í áframhaldandi samstarfi við Evrópuráð reyksíma (European Network of Quitlines) eins og í fyrra. Tilgangur Evrópuráðs reyksíma er að miðla þekkingu og upplýsingum, standa að rannsóknum og stuðla að uppbyggingu faglega rekinna reyksíma um alla Evrópu. Mikilvægt er að hinn íslenski reyksími sé vel inni í nýjustu rannsóknum og aðferðum í reykleysismeðferð og geti nýtt sér þekkingu og reynslu annarra þjóða í rekstri reyksíma. Sífellt skal stefna að því að veita eins góða og árangursríka þjónustu og kostur er, byggða á niðurstöðum rannsókna og reynslu í reykleysismeðferð. Á þessum samráðsfundum Evrópuráðs reyksíma hefur ýmislegt komið fram sem við höfum getað nýtt okkur hér á Íslandi. M.a.höfum við getað nýtt okkur “Guidelines to Best Practice” fyrir reyksíma sem Evrópuráðið gaf út á síðasta ári, til umbótastarfs innan hins íslenska reyksíma. Á árinu fóru fulltrúar reyksímans á tvo fundi Evrópuráðsins, annars vegar einn fulltrúi til Budapest í febrúar og hins vegar tveir fulltrúar á “training seminar” á Kýpur í nóvember. Við sáum okkur ekki fært að senda fulltrúa á Evrópuráðsfund sem var haldin var í júlí. Töluvert hefur verið um að heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús og læknastofur hafi óskað eftir að fá senda kynningarbæklingana okkar, fræðslubæklinginn “Nýtt líf – án tóbaks” og nafnspjöld, sem bendir á það að þetta efni nýtist heilbrigðisstarfsfólki vel til hjálpa fólki að hætta að reykja eða til að benda fólki á að hætta að reykja. Mikilvægt er að kynna þjónustuna eins og kostur er. Það má sjá á innhringingum að auglýsingar og kynningar skipta miklu máli. Það þarf að láta fólk vita af því að þjónustan stendur því til boða ef það ákveður að það vilji hætta að reykja. Með ýmsum hætti hefur þjónustan verið kynnt, en ekki eins markvisst og við hefðum óskað, en þar kemur að fjármagni og tíma þeirra sem vinna við þjónustuna. Ráðgjafar reyna þó eins og hægt er að vekja athygli almennings og heilbrigðisstarfsmanna á þjónustunni, eins og takmarkað fjármagn leyfir. Einn ráðgjafi hefur undanfarin ár séð um kennslu hjúkrunarnema í Háskólanum á Einn ráðgjafi stóð fyrir reykleysisnámskeiði á Höfn þar sem þátttakendur voru alls 17 og var þeim fylgt eftir með endurhringingum. Framtíðin: Undanfarin ár hefur starfsfólk reyksímans átt í sífelldri baráttu fyrir að fjármagna þessa mikilvægu og árangursríku þjónustu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að meðferð reyksíma er að skila árangri og sýnt hefur verið fram á að fá ef nokkur meðferðarúrræði heilbrigðisþjónustunnar eru jafn kostnaðarlega hagkvæm og símaráðgjöf í reykbindindi. Þrátt fyrir þetta hefur verið óvissa um framtíð þjónustunnar og fjármögnun hennar á hverju ári. Í 6 ár hefur símaþjónustan verið rekin fyrir nokkurn veginn óbreytt rekstrarfé. Það fjármagn sem fengið er dugir engan Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 veginn. Ekki hefur heldur verið ljóst hvar í heilbrigðiskerfinu þjónusta sem þessi á heima og hver á að fjármagna hana og eru ekki allir á einu máli um það. Reyksíminn veitir einstaklingum faglega reykleysismeðferð og telst þar af leiðandi klínísk meðferð og heyrir þá undir heilbrigðisstofnanir eða heilsugæslu. En um leið og reyksíminn veitir faglega meðferð þá hefur meðferðin og það að einhver hætti að reykja áhrif sem forvörn, fyrir þá sem umgangast þann sem hættir að reykja og svo með því að stuðla að jákvæðum fyrirmyndum í umhverfinu fyrir börnin og unglingana. Því hefur Lýðheilsustöð séð um að fjármagna þjónustuna að mestu leyti, auk þess sem einhverjir styrkir fást frá lyfjafyrirtækjum. Lýðheilsustöð hefur líka með yfirumsjón með málefnum er lúta að tóbaksvörnum á Íslandi, og er Tóbaksvarnarráð þar ráðgefandi aðili. Á meðan þessi óvissa stæði yfir ákvað Lýðheilsustöð að styrkja rekstur þessarar þjónustu áfram með sama hætti og verið hafði á vegum Tóbaksvarnarnefndar. En lögð var áhersla á að unnið yrði áfram að því að finna framtíðarlausn fyrir starfsemi þjónustunnar. Með takmarkað fjármagn var reynt að vinna að frekari þróun þjónustunnar, en ljóst er að mun meira fjármagn þarf til þess að vel við megi una. Það er mjög mikilvægt fyrir starfsemi og þróun reyksímans að fá meira fjármagn í reksturinn. Mikilvægur reynslutími er að baki og ljóst er að reyksíminn stenst fyllilega samanburð við reyksíma erlendis hvað árangur varðar. Vinna þarf að því að reyksíminn fái fast fjármagn á fjárlögum til að þróa og reka þjónustuna. Fram til þessa hefur öll vinna varðandi faglega umsjón, stjórnun, skipulag, markaðssetningu, kynningu o.sfrv. verið unnin fyrir fjármagn annars staðar frá. Á árinu 2005 höfðu tveir aðilar faglega umsjón með þjónustunni, en til þeirrar vinnu þurfti að taka tíma af annarri vinnu, sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingur og sem gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Einnig var þessi vinna unnin að einhverju leyti í frítíma þessara aðila. Skilgreina þarf ákveðið starfshlutfall til stjórnunar, skipulagningar og markaðssetningar. Sinna þarf upplýsingahlutverki og fræðslu til heilbrigðisstétta. Stanslaust þarf að kynna og auglýsa þjónustuna til almennings og til heilbrigðisstétta sem stuðningur við þeirra starf. Nú er númerið á 14. hverjum pakka en æskilegast væri að númerið væri á öllum sígarettupökkunum, en til þess að af því geti orðið þarf lagabreytingu. Einnig þarf að sinna rannsóknum á árangri meðferðar og til er mikilvægur gagnagrunnur nú þegar og fáist aukið fé er hægt nýta upplýsingarnar til að bæta meðferð og árangur. Eins er mikilvægt að styrkja samstarfið við aðra evrópska reyksíma í gegnum Evrópuráð reyksíma, til að geta þróað og bætt þjónstuna. Margt er hægt að læra af reynslu annarra. Á árinu stóð til að byggja upp rafrænt umhverfi fyrir þjónustuna með fjármagni m.a. frá Byggðastofnun í tengslum við Rafrænt samfélag – Skjálfandi. Því miður hefur þessu verkefni seinkað mjög, svo að ekkert hefur gerst í þeim málum. Ekki hefur enn verið hægt að gera skráninguna rafræna, en stefnt er að því að fara í það mál í samstarfi við Sluta-röka-linjen í Svíþjóð á þessu ár. Heimasíða reyksímans var opnuð, en ekki hefur verið til fjármagn til að vinna frekar að þróun hennar og hefur hún verið að mestu óbreytt frá opnun. Guðmundsóttir, hj.fr. og ráðgjafi RÍR Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005 Guðrún Árný Guðmundsdóttir Febrúar 2005

Source: http://nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0014945.pdf

gregdavis.ca

Insulin and Its Metabolic Effects  By Ron Rosedale, M.D.  Presented at Designs for Health Institute's BoulderFest August 1999 Seminar Let's talk about a couple of case histories. These are actual patients that I've seen; let's start with patient A. This patient who we will just call patient A saw me one afternoon and said that he had literally just signed himself out of t

Miolo - revista escs vol 21 n2 - v1.indd

ARTIGO DE REVISÃO A importância do acompanhamento nutricional de pacientes candidatos à cirurgia bariátricaThe importance of nutritional accompaniment of patients eligible for bariatric surgery Introdução: A obesidade é um desvio nutricional que está crescendo exponencialmente no Brasil e no mundo. Dados de 2005, da Organiza-ção Mundial da Saúde, 1,6 bilhões de pessoas acima d

Copyright © 2010-2014 Medical Articles